Verkefnastjóri - Skrifstofa framkvæmda og viðhalds

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Framkvæmdir og viðhald

Um er að ræða starf verkefnastjóra hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds en starfsmenn skrifstofunnar sjá m.a. um áætlanagerð, hönnun, útboð, framkvæmd og eftirlit með stofnframkvæmdum ásamt viðhaldi fasteigna eignasjóðs. Meðal verkefna skrifstofu framkvæmda og viðhalds eru nýbyggingar, endurgerð og viðhald leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja og sundlauga, frístundaheimila, ýmissa menningarstofnana og annarra stofnana og fasteigna í eigu Reykjavíkurborgar. Skrifstofan er til húsa í Borgartúni 12-14.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Verkefnastjórn við nýframkvæmdir og viðhald fasteigna þ.m.t. umsjón með aðkeyptu byggingaeftirliti og ráðgjöf við undirbúning, hönnun og öflun útboðs- og verðfyrirspurnargagna vegna endurbóta- og viðhaldsverkefna deildar.
 • • Gerð viðhaldsáætlunar fyrir einstök verkefni og eftirfylgd með framgangi verka.
 • • Umsjón með útboðsverkum fyrir einstök verkefni.
 • • Samræming á vinnuáætlun viðhalds og nýframkvæmda varðandi verklegar framkvæmdir.
 • • Samskipti við íbúa, verkfræðistofur og verktaka og svara fyrirspurnum og erindum.
 • • Skráning viðhaldsverkefna og kostnaðarstöðu þeirra í verkbókhald og yfirferð og samþykkt reikninga.
 • • Skráning í eignavef Reykjavíkurborgar og eftirfylgni með uppfærslum.
 • • Skráning upplýsinga um verkefni í Framkvæmdasjá.
 • • Vettvangsferðir á vinnusvæði.
 • • Taka þátt í stjórnun ýmissa tilfallandi verkefna deildar og eftirfylgni þeirra.

Hæfniskröfur

 • • Menntun í byggingaverkfræði eða byggingartæknifræði eða sambærileg menntun í tæknigreinum á háskólastigi.
 • • Starfsreynsla á starfssviði er kostur.
 • • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • • Reynsla af og þekking á verkefnastjórnun.
 • • Reynsla af áætlanagerð og almennri skýrslugerð.
 • • Góð íslenskukunnátta og ritfærni.
 • • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum og kostnaðarvitund.
 • • Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka.
 • • Geta til að vinna undir álagi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi kjarafélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 26.3.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Agnar Guðlaugsson í síma og tölvupósti agnar.gudlaugsson@reykjavik.is.

skrifstofa framkvæmda og viðhalds
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík