Umsjónarkennarar - Hagaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Hagaskóli

Lausar eru til umsóknar stöður umsjónarkennara við Hagaskóla skólaárið 2018 - 2019.

Um er að ræða 100% stöður þar sem kennslugreinar eru, ein eða fleiri af eftirtöldum greinum; íslenska, stærðfræði, náttúrugreinar og enska.

Hagaskóli er safnskóli í Vesturbæ Reykjavíkur með 550 nemendum í 8. - 10. bekk.

Í Hagaskóla er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám og skapandi verkefni. Skólinn hefur tekið þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum á liðnum árum. Öflug faggreinakennsla er við skólann þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern nemanda. Hagaskóli tekur þátt í Olweusarverkefninu. Leiðarljós Hagaskóla eru vinátta - virðing - jafnrétti.

Umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari auk annarra gagna er málið varðar. Störfin eru laus frá 1. ágúst 2018.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara, nemendur og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og Reykjavíkurborgar og taka þátt í innleiðingu aðalnámskrár, auk laga og reglugerða um skólastarf.

Hæfniskröfur

 • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Menntun og hæfni til almennrar kennslu á unglingastigi.
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki í starfi og leiðtogahæfileikar.
 • Reynsla og áhugi á að vinna með unglingum.
 • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 22.3.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir í síma 535 6500 og tölvupósti s.ingibjorg.josefsdottir@rvkskolar.is.

Hagaskóli
Fornhaga 1
107 Reykjavík