Deildarstjóri - Miðborg

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Miðborg

Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólanum Miðborg.

Leikskólinn Miðborg er sjö deilda leikskóli í þremur húsum í miðborg Reykjavíkur. Í Miðborg er lögð áhersla á fjölmenningarlegt starf sem stuðlar að lýðræði og þátttöku barna í eigin námi. Þá er skapandi starf í fyrirrúmi þar sem börnin fá að njóta sín í gegnum tónlist og myndlist.

Staðan er laus frá 1. júní nk.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t:
 • - Ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
 • - Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar.
 • - Ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
 • - Ábyrgð á foreldrasamvinnu.

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 23.3.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Einarsdóttir í síma 411-3560 og tölvupósti kristin.einarsdottir1@rvkskolar.is.

Miðborg
Njálsgötu 70
101 Reykjavík