Leikskólakennari / leiðbeinandi - Vinagerði

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 12/03/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Vinagerði

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi óskast til starfa í tímabundna afleysingu í leikskólann Vinagerði, Langagerði 1, 108 Reykjavík. Vinagerði er þriggja deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á umhverfismennt og stærðfræði.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Færni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 26.3.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagrún Ársælsdóttir í síma 693-9858 og tölvupósti dagrun.arsaelsdottir@reykjavik.is.

Vinagerði
Langagerði 1
108 Reykjavík