Verkefnastjóri Lífsgæðaseturs á St. Jósefsspítala

 • Intellecta
 • Hafnarfjörður, Ísland
 • 09/03/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra fyrir Lífsgæðasetur á St. Jósefsspítala.

St. Jósefsspítali er 90 ára gamall en mun fá nýtt hlutverk þar sem verður fjölbreytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Lífsgæðasetur er hugsað sem opið samfélag þar sem boðið er upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur fyrir alla aldurshópa. Markmiðið er að auka lífsgæði og stuðla að aukinni hamingju Hafnfirðinga.

Verkefnastjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Starfsstöðin verður á St. Jósefsspítala.  Starfshlutfall er 50% í byrjun, með möguleikum á auknu starfshlutfalli með vaxandi starfsemi hússins. Verkefnastjóri vinnur náið með samstarfsvettvangi sem hefur yfirumsjón með starfsemi Lífsgæðaseturs.

Útgáfudagur 08-03-2018

Umsóknarfrestur 26-03-2018

Númer750865

Upplýsingar um fyrirtækið

Hafnarfjörður er framsækið sveitarfélag sem byggir á fjölskylduvænu umhverfi, fyrirmyndarþjónustu og öflugu atvinnulífi.

Undir stjórnsýslusvið heyra almenn stjórnsýsla sveitarfélagsins, menningarmál, ferðamál, atvinnumál og upplýsingarmál. Sviðið veitir þjónustu og upplýsingagjöf til bæjarbúa, fyrirtækja, bæjarfulltrúa og starfsmanna.

Skrifstofan tryggir  upplýsingaflæði um málefni bæjarins til viðeigandi aðila og er vettvangur til að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri. Innan stjórnsýslu starfa samráðsteymi sem samræma áherslur og útfærslur einstakra verkefna. Á sviðinu er veitt  innri þjónusta á sviði mannauðsstjórnunar, gæðamála, skjalavistunar og lögfræði.

Nánari upplýsingar um bæjarfélagið á www.hafnarfjordur.is

Helstu verkefni

 • Markaðssetning hússins og starfseminnar
 • Þátttaka í mótun innra starfs og vali á leigutökum
 • Gerð samninga og verkferla
 • Daglegur rekstur hússins og utanumhald starfseminnar
 • Aðkoma að verk- og kostnaðaráætlunum fyrir endurbætur og starfsemi
 • Umsjón með framgangi og áfangaskiptingu verksins
 • Samhæfing og samskipti við leigutaka í húsinu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Þekking og/eða reynsla af frumkvöðlastarfsemi er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Þekking eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Þekking og reynsla af stefnumótunarvinnu er kostur
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta er mikilvæg, reynsla af notkun hugbúnaðar við verkefnastjórn er kostur

Aðrar upplýsingar

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is), í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.