Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum?

  • Krabbameinsfélagið
  • 09/03/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabba­meina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

 Hjá Krabbameinsskrá eru skráð öll krabba­mein sem greinast hjá þjóðinni. Einnig eru þar stundaðar faraldsfræðilegar rannsóknir er tengjast orsökum og útbreiðslu krabbameina og horfum krabbameinssjúklinga.

Til starfa hjá Krabbameinsskrá vantar okkur starfsmann í afleysingar í eitt ár frá og með 1. júní 2018. Um er að ræða fjölbreytt starf, sem m.a. felur í sér framsetningu tölfræði­upplýsinga um krabbamein, skráningu á forspárþáttum krabbameina og umsjón með tölvuforritum. Möguleiki er á sveigjanlegum vinnutíma.

 Í starfinu er gerð krafa um meistaragráðu, gjarnan í heilbrigðisverkfræði eða skyldum greinum.

Gerð er rík krafa um frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Kunnátta í ensku er nauðsynleg og reynsla af forritun æskileg.

 Launakjör fara eftir kjarasamningi við viðeigandi stéttarfélag.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrá skulu berast Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár á netfangið laufeyt@krabb.is í síðasta lagi 23. mars. Laufey veitir einnig nánari upplýsingar.