FASTEIGNASALI ÓSKAST

  • Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf
  • 09/03/2018
Fullt starf Sölu og markaðsstörf Verslun og þjónusta

Um starfið

Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf. óskar eftir að ráða löggiltan fasteignasala til starfa hjá fyrirtækinu.

Við leitum að fasteignasala sem vill vinna með góðum hópi starfsfólks sem hefur sameiginlega hagsmuni að viðskiptivinir okkar gangi sáttir og öryggir frá fasteignaviðskiptum hjá okkur.

Fasteignasala Mosfellsbæjar er 20 ára gamalt fyrirtæki og hjá því starfar samhentur hópur starfmanna – í góðu starfsumhverfi með einstöku útsýni út á sundin og að Esjunni.


Allir starfsmenn eru launþegar hjá fyrirtækinu – góð laun í boði fyrir gott starfsfólk.


Umsóknir óskast sendar á einar@fastmos.is fyrir 26. mars nk. – fullum trúnaði heitið.