Sumarstarf í flugvallaþjónustu Egilsstaðaflugvallar

  • Isavia
  • 09/03/2018
Fullt starf Bílar Iðnaðarmenn Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Framlengdur umsóknarfrestur Isavia leitar að starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu og á vélaverkstæði Egilsstaðaflugvallar. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar og umhverfis hans, viðhald á tækjum og önnur störf tengd flugvallarrekstri. 

Isavia leitar að starfsfólki til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu og á vélaverkstæði Egilsstaðaflugvallar.

 

Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgervis.

 

Helstu verkefni:

  • Björgunar- og slökkviþjónusta
  • Viðhald flugvallar og umhverfis hans
  • Viðhald á tækjum Egilsstaðaflugvallar
  • Önnur störf tengd flugvallarrekstri

 

 

Hæfniskröfur:

  • Aukin ökuréttindi eru skilyrði
  • Reynsla af slökkvistörfum er kostur
  • Iðnmenntun (bifvélavirki, vélvirki eða svipað) sem nýtist í starfi sem og vinnuvélapróf eru einnig kostir Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu

 

 

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

 

Nánari upplýsingar veitir Jörundur Ragnarsson, umdæmisstjóri Egilsstöðum, á netfangið jorundur.ragnarsson@isavia.is

 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 25. mars.

Starfsstöð: Egilsstaðaflugvöllur