Skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar

 • Borgarbyggð
 • 09/03/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Borgarbyggð auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogafærni, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna sýn og er tilbúin til að leiða starfsstöðvar skólans inn í framtíðina. 

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. júní 2018.

Grunnskóli Borgarfjarðar er starfræktur á þremur starfsstöðvum, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Nemendur eru um 200 talsins í 1-10 bekk. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur. Þau er höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði leiðtogans sem er ætlað að auka sjálfsöryggi, ábyrgðartilfinningu og frumkvæði með það fyrir augum að nemendur hafi færni til að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðum og hæfum hópi kennara og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Helsta verkefni skólastjóra er að viðhalda góðum skólabrag og samstarfi á starfsstöðvum skólans og hafi ánægju af því að vinna með nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Starfssvið

 • Veitir skólanum faglega forystu
 • Mótar framtíðarstefnu skólans í samræmi við aðalnámsskrá grunnskóla og skólastefnu Borgarbyggðar
 • Ber ábyrgð á mannnauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
 • Ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
 • Tekur þátt í samstarfi við aðra skóla í sveitarfélaginu og annarra sem koma að málefnum barna og ungmenna

Menntunar - og hæfniskröfur

 • Leyfisbréf á grunnskólastigi
 • Framhaldsmenntun á sviði uppeldis- og menntunarfræða
 • Reynsla af faglegri forystu í námi og kennslu
 • Þekking og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.

Umsókninni skal fylgja ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Umsókn skal skilað á borgarbyggd@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, annamagnea@borgarbyggd.is og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri, ingibjorg.inga@gbf.is

Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 26. mars nk.