Leikskólastjóri - Steinahlíð

  • Reykjavíkurborg
  • 05/03/2018
Fullt starf Kennsla Stjórnendur

Um starfið

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Steinahlíð lausa til umsóknar.

Steinahlíð er þriggja deilda leikskóli við Suðurlandsbraut í Reykjavík, stofnaður árið 1949 og er því einn af elstu leikskólum borgarinnar. Einkunnarorð leikskólans eru virðing, vellíðan og sköpun og áhersla er lögð á frjálsræði barna og samvinnu. Útivera og umhverfismennt skipa stóran sess í starfi Steinahlíðar. Leikskólinn hefur yfir að ráða stóru og fallegu landsvæði sem býður upp á marga möguleika til náms og leikja þar sem börnin fá tækifæri til að kynnast og fylgjast með fjölbreyttu dýra- og plöntulífi. Skoðunar- og rannsóknarleiðangrar skipa stóran sess í starfinu þar sem börnin fá að upplifa og njóta náttúrunnar og virkja öll skilningarvit sín.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Steinahlíð.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar.
Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn.
Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum.
Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.

Hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.
Reynsla af stjórnun æskileg.
Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
Lipurð og hæfni í samskiptum.
Sjálfstæði og frumkvæði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags stjórnenda leikskóla.

Starfshlutfall 100%

Umsóknarfrestur 19.3.2018

RáðningarformÓtímabundin ráðning

Númer auglýsingar 4451

Nafn sviðsSkóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg M Gunnlaugsdóttir í síma 411-111 og tölvupósti ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is