FRAMKVÆMDASTJÓRI - SAF

  • Hagvangur
  • 05/03/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur

Um starfið

Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir að ráða framkvæmdastjóra.  Starfið er krefjandi og fjölbreytt leiðtogastarf.  Þörf er á öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að leiða áframhaldandi uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu.  

Starfs- og ábyrgðarsvið:

*Talsmaður SAF

*Dagleg stjórnun og rekstur SAF

*Eftirfylgni ákvörðunar stjórnar, stefnu og aðgerðaráætlun SAF

*Samskipti við hagsmunaaðila, stjórnvöld, fjölmiðla og félagsmenn

*Kynningarmál og samskipti við fjölmiðla

*Gerð kjarasamninga í samvinnu við SA 

 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

*Háskólamenntun sem nýtist í starfi

*Víðtæk þekking og reynsla af rekstri og stjórnun

*Frumkvæði, metnaður, sjálfstæði og agi í vinnubrögðum

*Framúrskarandi samskiptahæfileikar

*Þekking á kjaramálum er kostur

*Leiðtogahæfni

*Færni í að greina og miðla upplýsingum

*Traust og trúverðug framkoma

*Góð færni í íslensku og ensku 

Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Umsóknarfrestur til: 18. mars 2018