Stjórnandi vísindadeildar

  • Landspítali
  • Ísland
  • 13/03/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra eða yfirlæknis á vísindadeild Landspítala. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2018. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala um ráðningu stjórnenda.

Vísindadeild er undir sameiginlegri stjórn framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga ásamt menntadeild, gæðadeild og sýkingavarnardeild. Hlutverk vísindadeildar er að styðja við nýsköpun sem tengist starfsemi Landspítala og samvinnu við atvinnulífið.

Helstu verkefni og ábyrgð Forysta, samhæfing, stuðningur, ráðgjöf og eftirlit í náinni samvinnu við aðrar deildir spítalans varðandi verkefni og málefni sem tengjast vísindastarfi.

» Efling vísindastarfs
» Stuðningur við vísindamenn
» Hvetja til rannsókna og nýta niðurstöður til stöðugra umbóta í starfseminni
» Samhæfing vísindastarfs milli sviða, deilda og rannsóknarstofa til þess að tryggja bestu nýtingu aðfanga
» Hagnýting þekkingar í þágu sjúklinga
» Þróun og nýting árangursvísa
» Efling umgjarðar um sprotafyrirtæki og nýsköpun
» Stuðlar að árangursríku samstarfi við Háskóla Íslands og aðra innlenda og erlenda háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki
» Ber ábyrgð á rekstri, framþróun, mannafla og áætlanagerð Vísindadeildar
» Klínískt rannsóknarsetur og nýsköpun
» Heilbrigðisvísindabókasafns
» Starf siðanefndar og vísindaráðs

Forysta, samhæfing, stuðningur, ráðgjöf og eftirlit í náinni samvinnu við aðrar deildir spítalans varðandi verkefni og málefni sem tengjast vísindastarfi.

» Efling vísindastarfs
» Stuðningur við vísindamenn
» Hvetja til rannsókna og nýta niðurstöður til stöðugra umbóta í starfseminni
» Samhæfing vísindastarfs milli sviða, deilda og rannsóknarstofa til þess að tryggja bestu nýtingu aðfanga
» Hagnýting þekkingar í þágu sjúklinga
» Þróun og nýting árangursvísa
» Efling umgjarðar um sprotafyrirtæki og nýsköpun
» Stuðlar að árangursríku samstarfi við Háskóla Íslands og aðra innlenda og erlenda háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki
» Ber ábyrgð á rekstri, framþróun, mannafla og áætlanagerð Vísindadeildar
» Klínískt rannsóknarsetur og nýsköpun
» Heilbrigðisvísindabókasafns
» Starf siðanefndar og vísindaráðs

Hæfnikröfur » Menntun og framhaldsnám í heilbrigðisvísindum
» Reynsla af stjórnun og vísindastarfi
» Akademískt hæfi
» Framúrskarandi samskiptahæfni
» Framsækinn og dugmikill leiðtogi

» Menntun og framhaldsnám í heilbrigðisvísindum
» Reynsla af stjórnun og vísindastarfi
» Akademískt hæfi
» Framúrskarandi samskiptahæfni
» Framsækinn og dugmikill leiðtogi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningu á spítalanum.

Umsókn fylgi upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 26.03.2018 Nánari upplýsingar Sigríður Gunnarsdóttir, sigridgu@landspitali.is, 543 1109 Ólafur Baldursson, olafbald@landspitali.is, 543 1160 LSH Skrifstofa hjúkrunar og lækninga Eiríksgötu 5 101 Reykjavík