Laus staða í sölu- og markaðsdeild

  • Land og saga - Icelandic Times
  • 02/03/2018
Fullt starf Sölu og markaðsstörf Önnur störf

Um starfið

IcelandIc TImes Land og Saga media er útgáfufyrirtæki í örum vexti, hérlendis sem og á Norðurlöndum. Fyrirtækið gefur út vönduð tímarit sem miða að því að upplýsa væntanlega - og hingað komna ferðamenn, um allt sem viðkemur ferðamennsku, menningu og viðskiptum á Íslandi.

Hæfniskröfur
• Góðir sölu- og samskiptahæfileikar
• Almenn tölvukunnátta
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Ritin Icelandic Times og Land og Saga eru ein útbreiddustu ferðatímarit landsins og eru gefin út á fimm tungumálum; ensku, íslensku, frönsku, þýsku og kínversku. Land og Saga media býður einnig upp á margvíslega þjónustu s.s. myndbandagerð, vefumfjallanir ofl.

Hlutverk sölumanns er að sinna helstu viðskiptavinum fyrirtækisins með tilliti til þarfa og lausna í kynningarmálum þess. Sölumaður ber ábyrgð á samskiptum við núverandi viðskiptavini ásamt þróun nýrra viðskiptasambanda. Við viljum ráða einstakling með brennandi áhuga á því nýjasta í ferðamannaiðnaðinum og góða samskiptahæfileika. Viðkomandi þarf að vera söludrifinn, hugmyndaríkur og óhræddur við að afla nýrra viðskipta. Laun eru árangurstengd og geta því verið mjög góð fyrir réttan aðila.

Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á info@icelandictimes.com merkta: „Atvinnuumsókn október 2016”.