Laus störf á skóla- og tómstundasviði Ísafjarðarbæjar

  • Ísafjarðarbær
  • Ísafjörður, Ísland
  • 02/03/2018
Fullt starf / hlutastarf Kennsla Önnur störf Umönnun og aðstoð

Um starfið

Ísafjarðarbær er bær í sókn og hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öfluga grunnskóla og leikskóla, menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt tónlistar- og menningarlíf, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika á að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins. Í Ísafjarðarbæ búa um 3700 íbúar og þar eru fimm leikskólar og fjórir grunnskólar í fjórum byggðakjörnum. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf milli skólanna en þó sjálfstæði og fjölbreytni.

Ísafjarðarbær auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:

Grunnskólinn á Ísafirði
• Umsjónarkennarar á öllum stigum 100%
• Þroskaþjálfi 100%
• Íþróttakennari 50-80%
• Kennari í myndmennt 50-80%
• Danskennari 50-80%
• Smíðakennari 50-80%
• Tónmenntakennari 50-80%

Grunnskólinn á Suðureyri
• Grunnskólakennarar á mið- og yngra stigi 50-100%
• Íþróttakennari 40-100%

Grunnskóli Önundarfjarðar
• Grunnskólakennarar 50-100%
• Íþróttakennari 25-50%

Grunnskólinn á Þingeyri
• Íþróttakennari 60-100%

Leikskólinn Grænigarður Flateyri
• Deildarstjóri 100%
• Leikskólakennari 100%

Heilsuleikskólinn Laufás Þingeyri
• Deildarstjóri 100%
• Starfsmaður í leikskóla 60-100%

Leikskólinn Sólborg Ísafirði
• Leikskólakennarar 100%

Leikskólinn Tjarnarbær Suðureyri
• Leikskólakennari 100%

Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til og með 23. mars 2018. Frekari upplýsingar um störfin má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.