Ert þú snillingur í netkerfum

  • Sensa
  • 02/03/2018
Fullt starf Upplýsingatækni

Um starfið

Vegna mikillar stækkunar á hýsingarneti Sensa erum við að leita að netsérfræðingi sem langar til að vinna við næstu kynslóðar hýsingarnet byggðu á Cisco ACI.

Við erum að leita að einstaklingi með reynslu sem langar til að læra nýja aðferðarfræði í uppbyggingu á næstu kynslóðar hýsingarneti Sensa ásamt tengingum þess yfir í hýsingarþjónustur AWS og Azure.

Við erum með sterkt teymi netsérfræðinga sem er tilbúið að taka vel á móti nýjum aðila í hópinn. Við leitum að aðila sem er tilbúinn að læra með okkur og taka þátt í þessari skemmtilegu vegferð sem við erum komin af stað í og fara með hana á ný og áður óþekkt mið.

Reynsla af IP netkerfum, MPLS netum, “routing protocols”, eldveggjum og netskiptum nauðsynleg

AWS, Azure, VMware og F5 net reynsla kostur.

Forritunarkunnátta æskileg í t.d. Perl og PYTHON

Umsóknir sendist á starf@sensa.is