Starfsþróunarstjóri

 • Valitor
 • Valitor, Dalshraun, Hafnarfjörður, Ísland
 • 02/03/2018
Fullt starf Ráðgjafar Stjórnendur

Um starfið

Valitor óskar eftir að ráða starfsþróunarstjóra til starfa.

 

Valitor er traust og framsækið þekkingarfyrirtæki á sviði greiðslumiðlunar og greiðslulausna, sem er stöðugt að skapa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini sína. Valitor starfar á alþjóðlegum vettvangi í nánu samstarfi við fjártæknifyrirtæki (Fintech) í fremstu röð.

Gildin okkar; frumkvæði, traust og samvinna, knýja samhentan hóp um 350 starfsmanna á starfsstöðvum Valitor á Íslandi, Bretlandi og í Danmörku.

Starfsþróunarstjóri er ábyrgur fyrir gerð og framkvæmd starfsþróunaráætlunar og þjálfun starfsmanna Valitor.

 

Ábyrgðarsvið:

 • Þróa og skipuleggja náms- og kennsluefni
 • Starfs- og stjórnendaþróun
 • Umsjón með nýliðafræðslu
 • Umsjón með starfsmannasamtölum og gerð starfslýsinga

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun, sem nýtist í starfi
 • A.m.k. 5 ára reynsla af mannauðstengdu starfi eða ráðgjöf
 • Reynsla af símenntun og notkun námsaðferða sem mæta nútímakröfum
 • Alþjóðleg reynsla við ofangreint ábyrgðarsvið er æskilegt
 • Framúrskarandi færni í íslensku og ensku

 

Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir Stefán Ari Stefánsson, mannauðsstjóri, sími 525-200