SUMARSTÖRF HJÁ GARÐABÆ

 • Garðabær
 • Garðabær, Ísland
 • 02/03/2018
Sumarstarf Önnur störf Umönnun og aðstoð

Um starfið

GARÐABÆR AUGLÝSIR LAUS TIL UMSÓKNAR EFTIRFARANDI SUMARSTÖRF ÁRIÐ 2018 FYRIR UNGT FÓLK

GARÐYRKJUDEILD 

 • ALMENN GARÐYRKJUSTÖRF
  Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2000 eða fyrr.
 • FLOKKSTJÓRAR VIÐ GARÐYRKJU
  Umsjón með garðyrkjuhópum.
  Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1997 eða fyrr.
 • STÖRF Í SLÆTTI
  Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2000 eða fyrr.
 • FLOKKSTJÓRI VIÐ SLÁTT
  Umsjón með sláttuhóp og tækjabúnaði.
  Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1997 eða fyrr.

FJÖLBREYTT SUMARSTÖRF

Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2001 eða fyrr. Hægt er að sækja um í umhverfishópum,
fjölbreytt störf á stofnunum, störf í leikskólum, skapandi sumarstörf,
atvinnutengd frístundarúrræði fyrir fötluð ungmenni, sem stuðningur við fatlað fólk
og á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga.


VERKEFNASTJÓRI, AÐSTOÐARMAÐUR VERKEFNASTJÓRA OG FLOKKSTJÓRAR
Stuðningur við fatlað fólk
Verkefnastjóri skal helst vera með þroskaþjálfamenntun og reynslu af störfum
með fötluðu fólki. Aðstoðarmaður verkefnastjóra skal helst vera með þroskaþjálfamenntun
og reynslu af störfum með fötluðu fólki.

Skapandi sumarstörf
Starf aðstoðarmanns verkefnastjóra felst í skipulagningu og stýringu á vinnu
ungmenna í skapandi sumarstarfi í samvinnu við verkefnastjóra.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr.

Flokkstjórar í leikskólum
Störfin felast í skipulagningu og stýringu í samvinnu við leikskólastjóra á vinnu
ungmenna á aldrinum 17 – 20 ára sem eru við sumarstörf í leikskólum.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr.

Flokkstjórar umhverfishópa
Störfin felast í að stýra hópum ungmenna við almenn garðyrkjustörf.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1997 eða fyrr.

BÓKASAFN
Almenn afgreiðslustörf, aðstoð við upplýsingaleit o.fl.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2000 eða fyrr.

HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS
Flokkun safngripa, gagnaskráning, móttaka gesta o.fl.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2000 eða fyrr.

STÖRF Á HEIMILI FATLAÐS FÓLKS
Aðstoða þjónustunotendur við daglegar athafnir, tómstundaiðkun og heimilishald.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr.

ÞJÓNUSTA VIÐ ELDRI BORGARA Í DAGÞJÓNUSTU ÍSAFOLDAR OG JÓNSHÚSS
Styðja og aðstoða gesti við athafnir daglegs lífs, þátttaka í félagsstarfi o.fl.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2001 eða fyrr.

BÆJARSKRIFSTOFUR

STARF VIÐ LAUNAVINNSLU
Almenn launavinnsla, skönnun og frágangur gagna.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1996 eða fyrr.

AÐSTOÐ Á TÆKNIDEILD
Skönnun og flokkun teikninga, gagnaskráning o.fl.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr.

STARF VIÐ SKRÁNINGU MYNDA
Skrá myndefni í FotoWare o.fl. Gæti hentað t.d. nemum
í sagnfræði, upplýsingafræði, íslensku eða ljósmyndun.

AÐSTOÐ Á TÖLVUDEILD
Símsvörun, skráning og úrvinnsla verkbeiðna,
uppsetning tölvubúnaðar o.fl. Umsækjendur skulu hafa
menntun og /eða reynslu á sviði tölvureksturs.

AÐSTOÐ Í ÞJÓNUSTUVERI
Móttaka viðskiptavina, gagnaskráning og almenn skrifstofustörf.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1997 eða fyrr.

VINNUSKÓLINN

YFIRFLOKKSTJÓRAR
Skipulagning og stýring vinnuskóla í samvinnu við forstöðumann.
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1993 eða fyrr.

FLOKKSTJÓRAR
Skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga við ýmis
garðyrkjustörf. Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998
eða fyrr.

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

ALMENNIR VERKAMENN
Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2000 eða fyrr.

Nánari upplýsingar og lýsingar á störfunum má finna á heimsíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.

Umsóknafrestur er til og með 1. apríl 2018.

Umsækjendur skulu sækja um ofangreind störf rafrænt á ráðningarvef Garðabæjar
https://starf.gardabaer.is.