Söluráðgjafi – Lúxusferðir

  • HH Ráðgjöf
  • 02/03/2018
Fullt starf Ferðaþjónusta

Um starfið

Söluráðgjafi

Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða söluráðgjafa til starfa.
Fyrirtækið býður uppá vandaðar, sérhannaðar ferðir um Ísland fyrir erlenda ferðamenn.

Um fullt starf er að ræða.

Starfssvið:

Hönnun og sala á vönduðum ferðum um Ísland.
Samskipti við erlendar ferðaskrifstofur og söluaðila sem sérhæfa sig í lúxus-ferðum fyrir efnameiri aðila.
Gerð ferðagagna.
Önnur tilfallandi störf.

Hæfniskröfur:

Reynsla af hönnun og sölu ferða um Ísland.
Framúrskarandi enskukunnátta i ræðu og riti.
Mjög góð tölvukunnátta, einkum á Word, Excel og Outlook.
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
Nákvæm vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
Háskólamenntun sem nýtist í starfinu kostur.