Hybrid app og viðmótsforritun

  • Computer Vision
  • 28/02/2018
Fullt starf / hlutastarf Upplýsingatækni

Um starfið

Computer Vision ehf. þróar hugbúnað á sviði myndgreininga ásamt viðskiptalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja nýta sér slíkan hugbúnað, m.a. til innheimtu á þjónustu- og bílastæðagjöldum fyrir ferðamannastaði og önnur afmörkuð svæði.

Framundan er frekari þróun á framendum (hybrid app og vefviðmót) fyrir viðskiptalausnir okkar og erum við að leita að færum framendaforritara.

Hæfniskröfur:

  • Skilningur á góðri notendaupplifun
  • Góð kunnátta á Typescript, Javascript, HTML & CSS
  • Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
  • Samskiptahæfileikar

Eftirfarandi kostir æskilegir:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af REST vefþjónustum
  • Þekking á AWS umhverfinu