Sameindalíffræðingur með doktorspróf í sameinda- eða frumulíffræði

  • Landspítali
  • Ísland
  • 13/03/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við óskum eftir kraftmiklum, áhugasömum og metnaðarfullum sameindalíffræðingi sem vill ganga til liðs við okkur og efla vísindastarfið á deildinni og taka þátt í frekari uppbyggingu þjónusturannsókna sem byggja á sameindalíffræðilegum aðferðum. Ráðningatími er eftir samkomulagi.

Á rannsóknastofu sameindameinafræðinnar er sterk hefð fyrir ástundun vísindarannsókna. Undanfarin ár hefur aðaláherslan verið á rannsóknir á ættlægu krabbameini í brjósti en einnig leit að krabbameinsgenum sem hafa áhrif á framvindu æxlisvaxtar og meðferð. Á rannsóknastofunni eru unnar þjónusturannsóknir sem byggja á sameindalíffræðilegum aðferðum og krefjast nákvæmni og skipulagðra vinnubragða. Miklar framfarir eru á þessu sviði og því þörf á stöðugri þróun og uppsetning nýrra greininga og aðferða.

Við leitum að einstaklingi sem hefur hæfni til að vera sterkur liðsmaður í þjónusturannsóknum deildarinnar og hefur vísindalegan bakgrunn, frumkvæði og metnað til að byggja upp sinn eigin vísindahóp og vísindarannsóknir á deildinni.

Helstu verkefni og ábyrgð » Taka þátt í þjónusturannsóknum og frekari þróun þeirra
» Byggja upp og efla vísindarannsóknir á deildinni

» Taka þátt í þjónusturannsóknum og frekari þróun þeirra
» Byggja upp og efla vísindarannsóknir á deildinni

Hæfnikröfur » Sterkur bakgrunnur í krabbameinsrannsóknum
» Doktorspróf í sameinda- og/ eða frumulíffræði eða skyldum greinum
» Þekking og reynsla í lífupplýsingafræði og tölfræði
» Þekking og reynsla af Next Generation Sequencing er mikill kostur

» Sterkur bakgrunnur í krabbameinsrannsóknum
» Doktorspróf í sameinda- og/ eða frumulíffræði eða skyldum greinum
» Þekking og reynsla í lífupplýsingafræði og tölfræði
» Þekking og reynsla af Next Generation Sequencing er mikill kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 3. apríl

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 03.04.2018 Nánari upplýsingar Rósa Björk Barkardóttir, rosa@landspitali.is, 543 8033 Jón Gunnlaugur Jónasson, jongj@landspitali.is, 543 8354 LSH Frumulíffræði Hringbraut 101 Reykjavík