Tónlistarkennari óskast

  • Fjarðabyggð
  • Fáskrúðsfjörður, Ísland
  • 23/02/2018
Fullt starf Kennsla Menning og listir

Um starfið

Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar vantar fjölhæfan tónlistarkennara til starfa frá og með
næsta skólaári í 100% stöðu.

Helst vantar píanókennara sem gæti kennt á eitthvað fleira, s.s. blokkflautu, gítar og
tónfræði en margt annað kemur til greina.

Mjög góð aðstaða er til kennslu í skólanum og mikið og gott samstarf við grunnskóla og leikskóla sem eru
í sama húsnæði. Nemendur sækja flestir tíma á skólatíma grunnskóla.

Um 80 nemendur eru í skólanum og er kennt á tveimur stöðum.
Kjör eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og FÍH við Launanefnd sveitarfélaga.
Upplýsingar veitir Valdimar Másson, skólastjóri Tónlistarskólans í síma 663 4401, eða í netfangi
skólans, tonfast@fjardabyggd.is.

Sótt er rafrænt um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is