Sumarstörf hjá Olíudreifingu

  • Olíudreifing
  • 23/02/2018
Sumarstarf Bílar Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Við leitum að bílstjórum með meirapróf staðsetta í Reykjavík,Austurlandi, Snæfellsnesi, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Um fjölbreytt störf er að ræða við olíudreifingu beint á vinnuvélar, tanka og skip.

Einnig leitum við að starfsmanni á dreifingarskrifstofu í Reykjavík. Helstu verkefni eru aðstoð við skipulagningu á akstri ásamt daglegu uppgjöri flutningstækja. Umsækjendur þurfa að vera skipulagðir og með almenna tölvukunnáttu.

Leitað er af fólki sem hefur ríka þjónustulund og getur unnið sjálfstætt.

Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um störfin.

Ráðningartíminn er sveigjanlegur, getur verið allt frá byrjun apríl til loka september.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Marcher Egonsson í síma 550 9937 (Reykjavík, Austurland, Snæfellsnes og Vestmannaeyjar) og Guðjón Páll Jóhannsson í síma 550-9910 (Akureyri).

Sótt er um störfin á vef Olíudreifingar www.odr.is