Sjúkraliðar á bráðalyflækningadeild

  • Landspítali
  • 15/02/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við óskum eftir sjúkraliða á nýja og endurhannaða bráðalyflækningadeild sem tók til starfa á Landspítala 1. júní sl. Deildin vinnur samkvæmt erlendri fyrirmynd um Medical Assessment Unit og er henni ætlað að veita skjóta og vandaða þjónustu við þverfaglega greiningu og meðferð bráðra og langvinnra lyflæknisfræðilegra vandamála. Deildin hefur nú þegar skilað góðum árangri með stuttum legutíma og raunhæfum úrlausnum og er það að þakka öflugri teymisvinnu og breyttu verklagi á öllum sviðum. 

Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Það er velkomið að heimsækja okkur á deildina. Áhugasamir hafið samband við Maríu Vigdísi, deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

» Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur

» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Faglegur metnaður
» Íslenskt sjúkraliðaleyfiSTARFSHLUTFALL50 - 100%UMSÓKNARFRESTUR05.03.2018NÁNARI UPPLÝSINGARMaría Vigdís Sverrisdóttir, mariav@landspitali.is, 824 5991Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480LSH BráðalyflækningadeildFossvogi108 Reykjavík

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Störfin laus 15. mars 2018 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 2 stöðugildi og er starfshlutfall samkomulag. 
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Mikilvægar krækjur varðandi ráðningar