Afgreiðslustarf

 • Rabbar Barinn (Hlemmur Mathöll)
 • Hlemmur Mathöll, Reykjavík, Ísland
 • 09/03/2018
Fullt starf / hlutastarf Veitingastaðir Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Rabbar Barinn er að leita af hressum, skemmtilegum og duglegum einstaklingum til þess að bæta við teymið okkar. Við óskum eftir starfsfólki um helgar með möguleika á aukavinnu á virkum dögum.

Rabbar Barinn er staðsettur í Mathöllinni á Hlemmi. Það er mikið af skemmtilegum stöðum í Mathöllinni og mjög góður starfsandi í húsinu.

Íslenskukunnátta er skilyrði og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Tilvalin vinna fyrir námsmenn.

Ekki skemmir fyrir ef þú hefur þekkingu á grænmeti og elskan mat jafn mikið og við gerum á Rabbar Barnum ;)

Starfsmaðurinn sem við leitum eftir þarf að vera:

 • Traustur
 • Sjálfstæður
 • Viðsýnn
 • Heiðarlegur
 • Reglusamur
 • Hæfur í mannlegum samskiptum
 • Sveigjanlegur í starfi
 • Stundvís
 • Hafa þjónustulund
 • Brosmildur