Umsjónarmaður eldhúss og matargerðar á Laugarásnum

  • Landspítali
  • Ísland
  • 15/03/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem hefur góða hæfileika til að starfa í hópi og vill takast á við krefjandi starf í umhverfi sem einkennist af góðum starfsanda sem og virkri og stöðugri framþróun.

Um er að ræða 100% stöðu sem er laus á næstu vikum og er tímasetning ráðningar eftir samkomulagi.

Laugarásinn meðferðargeðdeild er mjög sérhæfð þar sem fram fer fjölbreytt og umfangsmikið meðferðarstarf fyrir einstaklinga á aldrinum 18-30 ára sem eru nýlega greindir með geðrofssjúkdóm.

Mikilvægur þáttur í starfseminni er rík áhersla á hollt og gott mataræði sem og kennslu og þjálfun fyrir þjónustuþega á því sviði. Starfið er því fjölbreytt og skapandi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Yfirumsjón með eldhúsi og heldur utan um starfsemi þess á virkum dögum
» Umsjón með innkaupum á matvörum, ásamt öðrum innkaupum sem varða rekstur eldhúss í samvinnu við yfirmann,
» Umsjón með skipulagningu matargerðar, þá með það að leiðarljósi að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan kost
» Virk þátttaka í matargerð ásamt öðrum þátttakendum/aðstoðarfólki
» Leiðbeina /kenna góð og vönduð vinnubrögð um allt það er tengist starfi í eldhúsi
» Umsjón með frágangi og þrifum í eldhúsi
» Stuðla að jákvæðum samskiptum og góðri upplifun hjá þeim sem taka þátt í eldhússtörfum og við framreiðslu
» Þátttaka í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað á Laugarásnum
» Sérhæfð verkefni sem tengjast starfinu

» Yfirumsjón með eldhúsi og heldur utan um starfsemi þess á virkum dögum
» Umsjón með innkaupum á matvörum, ásamt öðrum innkaupum sem varða rekstur eldhúss í samvinnu við yfirmann,
» Umsjón með skipulagningu matargerðar, þá með það að leiðarljósi að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan kost
» Virk þátttaka í matargerð ásamt öðrum þátttakendum/aðstoðarfólki
» Leiðbeina /kenna góð og vönduð vinnubrögð um allt það er tengist starfi í eldhúsi
» Umsjón með frágangi og þrifum í eldhúsi
» Stuðla að jákvæðum samskiptum og góðri upplifun hjá þeim sem taka þátt í eldhússtörfum og við framreiðslu
» Þátttaka í þeirri þróunarvinnu sem á sér stað á Laugarásnum
» Sérhæfð verkefni sem tengjast starfinu

Hæfnikröfur » Góð samstarfshæfni sem og færni í mannlegum samskiptum
» Jákvætt hugarfar, sterk sjálfsmynd, metnaður og áhugi fyrir því að koma að spennandi og fjölbreyttu starfi við endurhæfingu ungra einstaklinga
» Menntun og/eða reynsla eða þekking á sviði matreiðslu og umgengni við matvæli
» Haldbær reynsla af því að starfa í eldhúsi og hæfni til að miðla þekkingu á því sviði
» Skipulagshæfileikar og rík færni til að sýna frumkvæði og vera lausnamiðaður og skapandi í starfi
» Færni til að geta unnið sjálfstætt og í þverfaglegum hópum

» Góð samstarfshæfni sem og færni í mannlegum samskiptum
» Jákvætt hugarfar, sterk sjálfsmynd, metnaður og áhugi fyrir því að koma að spennandi og fjölbreyttu starfi við endurhæfingu ungra einstaklinga
» Menntun og/eða reynsla eða þekking á sviði matreiðslu og umgengni við matvæli
» Haldbær reynsla af því að starfa í eldhúsi og hæfni til að miðla þekkingu á því sviði
» Skipulagshæfileikar og rík færni til að sýna frumkvæði og vera lausnamiðaður og skapandi í starfi
» Færni til að geta unnið sjálfstætt og í þverfaglegum hópum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Boðað verður til viðtala við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim viðtölum sem og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 20.04.2018 Nánari upplýsingar Magnús Ólafsson, magnuso@landspitali.is, 824 5537 LSH Laugarásinn meðferðargeðdeild Laugarásvegi 71 104 Reykjavík