Sjúkraliðar - Áhugaverð hlutastörf í dagvinnu

  • Landspítali
  • Ísland
  • 15/03/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við leitum að aðilum með þekkingu og reynslu eða nýútskrifuðum sjúkraliðum til viðbótar við frábæran starfshóp okkar á Rannsóknarkjarna. Ert þú tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni í öflugu teymi okkar í Fossvogi og við Hringbraut? Starfið veitist frá 1. maí 2018 eða eftir samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi hafi bíl til umráða.

Helstu verkefni og ábyrgð » Blóðtökuþjónusta rannsóknakjarna á Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi
» Eftir atvikum blóðtökuþjónusta á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu
» Stuðla að góðri þjónustu
» Virk þátttaka í gæðastarfi

» Blóðtökuþjónusta rannsóknakjarna á Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi
» Eftir atvikum blóðtökuþjónusta á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu
» Stuðla að góðri þjónustu
» Virk þátttaka í gæðastarfi

Hæfnikröfur » Nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna undir álagi
» Mjög góð íslenskukunnátta ásamt góðri kunnáttu í ensku
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

» Nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna undir álagi
» Mjög góð íslenskukunnátta ásamt góðri kunnáttu í ensku
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Um er að ræða 3 stöðugildi, starfshlutfall er 50% og vinnutíminn frá 8:00 til 12:00

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.Starfshlutfall 50 - 100% Umsóknarfrestur 03.04.2018 Nánari upplýsingar Kristín Sigurgeirsdóttir, krsigurg@landspitali.is, 825 3839 Lísbet Grímsdóttir, lisbet@landspitali.is, 825 5004 LSH Rannsóknakjarni Hringbraut 101 Reykjavík