Ráðgjafar/stuðningsfulltrúar á barna- og unglingageðdeild

  • Landspítali
  • Ísland
  • 15/03/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Ráðgjafar/stuðningsfulltrúar óskast til starfa á legudeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á kvenna- og barnasviði Landspítala. Um er að ræða tvö framtíðarstörf á sólarhringsdeild þar sem unnið er í vaktavinnu. Ráðið verður í störfin frá 1. maí eða eftir samkomulagi.

Deildin er 17 rúma deild þar sem veitt er fjölskyldumiðuð þjónusta sem byggir á hugmyndafræði tengslamiðaðrar nálgunar (attachment focused). Nýbyrjaðir ráðgjafar/stuðningsfulltrúar fá markvissa, einstaklingshæfða starfsaðlögun í fjölskylduvænu starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og miklir möguleikar eru til starfsþróunar. Á deildinni starfa um 40 manns.

Helstu verkefni og ábyrgð Ráðgjafi/stuðningsfulltrúi starfar í fjölfaglegri teymisvinnu að umönnun og meðferð barna og unglinga með geðrænan vanda og fjölskyldna þeirra. Hann tekur þátt í gerð, framkvæmd og endurmati einstaklingshæfðra meðferðaráætlana.

Ráðgjafi/stuðningsfulltrúi starfar í fjölfaglegri teymisvinnu að umönnun og meðferð barna og unglinga með geðrænan vanda og fjölskyldna þeirra. Hann tekur þátt í gerð, framkvæmd og endurmati einstaklingshæfðra meðferðaráætlana.

Hæfnikröfur » Reynsla af meðferðar-/umönnunarstörfum er æskileg
» Framúrskarandi samskiptahæfni
» Faglegur metnaður, jákvætt hugarfar og frumkvæði
» Áhugi á þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu
» Hæfni til að starfa samkvæmt öryggisverkferlum deildar
» Stúdentspróf. Önnur menntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi er æskileg
» Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

» Reynsla af meðferðar-/umönnunarstörfum er æskileg
» Framúrskarandi samskiptahæfni
» Faglegur metnaður, jákvætt hugarfar og frumkvæði
» Áhugi á þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu
» Hæfni til að starfa samkvæmt öryggisverkferlum deildar
» Stúdentspróf. Önnur menntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda sem nýtist í starfi er æskileg
» Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 03.04.2018 Nánari upplýsingar Sigurveig Sigurjónsd Mýrdal, sigurves@landspitali.is, 543 4320 LSH Barna- og unglingageðdeild Dalbraut 12 105 Reykjavík