Vinnuskóli Reykjavíkur - Þjónustumiðstöð

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 12/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Vinnuskóli, þjónustumiðstöð

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þjónustufulltrúum í Vinnuskóla Reykjavíkur. Á sumrin er Vinnuskóli Reykjavíkur ein stærsta starfsstöðin í borginni. Starf í skólanum gefur einstaka möguleika á því að njóta útiveru og að eiga þátt í að prýða borgarlandið í samstarfi við ungt fólk. Vinnuskólinn starfar eftir áherslum Grænfána og er skóli án aðgreiningar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta við vinnuhópa úti á vettvangi, einkum varðandi verkfæri og vélar.
  • Dagleg umsýslustörf á þjónustumiðstöð/lager Vinnuskólans.

Hæfniskröfur

  • Nám á framhaldsskólastigi/iðnmenntun.
  • Verkleg færni er mikilvæg.
  • Skipulagsfærni, samskiptahæfileikar og þjónustulipurð eru nauðsynleg.
  • Bílpróf er nauðsynlegt. Vinnuvélaréttindi eru kostur.
  • Þekking á starfi Vinnuskólans er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Arnar Sveinbjörnsson í síma 411-1111 og tölvupósti magnus.arnar.sveinbjornsson@reykjavik.is.

Vinnuskóli Reykjavíkur
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík