Skrúðgarðar Reykjavíkur, sumarflokkstjóri

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Verkbækistöð 1 - Sumarstörf

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir sumarflokkstjórum í almenn garðyrkjustörf við Hljómskálagarð, Klambratún, Kvosina og frá vesturbæ upp að Elliðaám fyrir utan Laugardalshverfið. Staðir í hjarta borgarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Flokkstjórn sumarstarfsmanna.
 • Sláttur, rakstur og hirðing.
 • Hreinsun, trjábeða, moldun og söndun.
 • Gróðursetning trjágróðurs og sumarblóma.
 • Þökulagning og kantskurður.
 • Viðhald göngustíga, girðinga og fleira.

Hæfniskröfur

 • Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
 • Reynsla af flokksstjórn æskileg.
 • Reynsla af störfum í garðyrkju æskileg.
 • Bílpróf er skilyrði.
 • Kerrupróf æskilegt.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaug F Þorsteinsdóttir í síma 411 1111 / 411 8610 og tölvupósti gudlaug.f.thorsteinsdottir@reykjavik.is.

Umhverfis og Skipulagssvið
á Miklatúni
105 Reykjavík