Sjúkraliði í heimahjúkrun

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Heimahjúkrun Sléttuvegi

Lærdómsrík sumarstörf fyrir jákvæða og kraftmikla einstaklinga sem hafa áhuga á því að starfa við heimahjúkrun inn á heimili fatlaðs fólks að Sléttuvegi 3, 7 og 9. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og vegna sérhæfðra verkefna eru launakjör betri en í sambærilegum störfum.

Í boði eru afleysingar tímabilið júní, júlí og ágúst. Fullar stöður og hlutastöður í vaktavinnu eða dagvinnu. Unnið er aðra hverja helgi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Aðhlynning og hjúkrun
 • Einstaklingsmiðuð og sveigjanleg þjónusta við fatlaða einstaklinga á heimilum þeirra.
 • Stuðningur við athafnir daglegs lífs.
 • Þátttaka í teymisvinnu.
 • Samráð við notendur þjónustunnar.

Hæfniskröfur

 • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraliði.
 • Starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu æskileg.
 • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt.
 • Góð íslensku kunnátta skilyrði.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bára Denny Ívarsdóttir í síma 6655873 og tölvupósti bara.denny.ivarsdottir@reykjavik.is.

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
Sléttuvegi 7
103 Reykjavík