Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar, sumarflokkstjóri

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 22/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Ræktunarstöð - Sumarstörf

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir sumarflokkstjórum við almenn garðyrkjustörf í Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar. Þar eru ræktuð tré, runnar og sumarblóm sem gróðursett eru í Reykjavíkurborg.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sumarflokkstjóri vinnur undir leiðsögn garðyrkjufræðings. Helstu verkefni eru gróðursetning, upptaka plantna, illgresishreinsun og notkun varnarefna gegn illgresi á útisvæðum. Einnig eru ýmis verkefni í gróðurhúsum auk annarra tilfallandi verkefna.

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
  • Reynsla af flokksstjórn æskileg.
  • Reynsla af störfum í garðyrkju æskileg.
  • Störfin geta verið líkamlega erfið.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 3.4.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Jónsdóttir í síma 411 1111 og tölvupósti audur.jonsdottir2@reykjavik.is.

Umhverfis- og skipulagssvið
Fossvogsblettur 1
108 Reykjavík