Götuleikhús Hins Hússins

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 12/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Hitt Húsið - Götuleikhús

Götuleikhúsið sér um ýmsar leikrænar uppákomur á götum og torgum borgarinnar. Skapandi, skemmtilegt en jafnframt krefjandi starf fyrir opna og frjóa umsækjendur sem hafa áhuga á leiklist og þora að henda sér út í djúpu laugina. Starfsmenn Götuleikhússins fá þjálfun í öllu því helsta sem tengist starfi götuleikhúss, þar sem að leikararnir koma að öllum undirbúningi sem viðkemur sýningunum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsmenn Götuleikhúss Hins Hússins starfa undir stjórn leikstjóra að sýningum/uppákomum sem haldnar eru á götum og torgum borgarinnar. Götuleikhúsið er starfrækt í 8 vikur yfir sumartímann. Allir umsækjendur eru boðaðir í leikprufu og viðtal. Starfstímabilið er frá 28.05-20.07. 2018

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 17 til 25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík. Mikilvægt er að þeir sem verða ráðnir geti unnið allt starfstímabilið.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og StRv.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Íþrótta- og tómstundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ása Ingibjörg Hauksdóttir í síma 411-5526 og tölvupósti asa.hauksdottir@reykjavik.is.

Hitt Húsið
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík