Grasagarður Reykjavíkur, sumarflokkstjóri

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 12/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Grasagarður

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir sumarflokkstjóra til starfa í Grasagarði Reykjavíkur. Grasagarðurinn er staðsettur í Laugardalnum og er safn lifandi plantna.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Flokkstjóri mun annast flokkstjórn sumarstarfsmanna Grasagarðsins og starfa við almenna umhirðu garðsins, s.s. illgresishreinsun og viðhald. Flokkstjóri mun einnig vera tengiliður annarra starfsmanna garðsins við hóp sjálfboðaliða og annast daglega flokkstjórn þeirra. Unnið er að mestu leyti utandyra.

Hæfniskröfur

  • Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri.
  • Reynsla af flokksstjórn er æskileg.
  • Reynsla af störfum í garðyrkju er æskileg.
  • Samskiptafærni, nákvæmni í vinnubrögðum og stundvísi.
  • Kunnátta í ensku er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Umhverfis- og skipulagssvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjörtur Þorbjörnsson í síma 411-1111 og tölvupósti hjortur.thorbjornsson@reykjavik.is.

Umhverfis- og skipulagssvið
Laugardal
104 Reykjavík