Sumarstarf á Ylströnd í Nauthólsvík

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Sumarstarf Skrifstofustörf

Um starfið

Ylströnd í Nauthólsvík

ÍTR óskar eftir sumarstarfsfólki á Ylströndina í Nauthólsvík. Ylströndin í Nauthólsvík var sett í notkun árið 2000 hefur sannarlega fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu sem laðar að jafnt innlenda sem erlenda gesti. Í Nauthólsvík er fjölbreytt útivistarsvæði þar sem lögð er áhersla á útiveru, sólböð, sjóböð og siglingar líkt og tíðkaðist hér fyrr á árum. Í Nauthólsvík er að finna þjónustumiðstöð með búnings- og sturtuaðstöðu fyrir baðgesti auk veitingasölu og grillaðstöðu. Fyrir framan þjónustumiðstöðina er löng setlaug sem er um 38°C heit. Í flæðarmáli strandarinnar er uppstreymispottur til hitunar á lóninu sem jafnframt er íverustaður. Einnig er að finna eimbað á Ylströndinni.

Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta-og tómstunda og eru lykillinn að því að ÍTR geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. ÍTR leggur áherslu á jafnrétti, starfsþróun og vellíðan starfsfólks.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • # Störf við strandgæslu, þrif, þjónustu og afgreiðslu
 • # Aðstoða og leiðbeina gestum eftir þörfum
 • # Framfylgja öryggis- og umgengnisreglum Ylstrandarinnar
 • # Upplýsa gesti um öryggis- og umgengnisreglur Ylstrandarinnar
 • # Hafa eftirlit með gestum, tækjum og búnaði Ylstrandarinnar
 • # Vinna að því að umhverfi og aðstæður séu ávallt öruggt og hreint í samræmi við heilbrigðisreglugerð

Hæfniskröfur

 • # Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • # Stundvísi
 • # Þátttaka í skyndihjálparnámskeiði og öryggis- og fræðslunámskeiði Sigluness
 • # Standast hæfnispróf laugarvarða sbr. reglugerð fyrir sundstaði
 • # Hreint sakavottorð
 • # Aldurstakmark 20 ár

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Íþrótta- og tómstundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Arna Gylfadóttir í síma 4115150 og tölvupósti gudrun.arna@reykjavik.is.


Nauthólsvík
101 Reykjavík