Starfsmaður í búsetuþjónustu

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 12/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Íbúðakjarni Þórðarsveig 1-5

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts óskar eftir að ráða starfsmenn í íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk í Árbæ og Grafarholti í sumarafleysingu.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára. Um er að ræða vaktavinnu í ca. 90% starfshlutfalli.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Veita íbúum félagslegan stuðning.
  • Umönnun og aðstoð við almenn heimilisstörf.
  • Stuðningur til sjálfshjálpar og samfélagslegrar þátttöku.
  • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.

Hæfniskröfur

  • Góð almenn menntun.
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar

Starfshlutfall: 90%
Umsóknarfrestur: 19.3.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Knútur Birgisson í síma 8645319 og tölvupósti knutur.birgisson@reykjavik.is.

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
Hraunbæ 105
110 Reykjavík