Skemmtilegt sumarstarf - Stuðningsfulltrúi

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 22/03/2018
Sumarstarf Skrifstofustörf

Um starfið

Íbúðakjarni Rangárseli 16-20

Óskað er eftir stuðningsfulltrúa á heimili einstaklinga með margþætt vandamál í sumarafleysingu sumarið 2018. Möguleiki er á áframhaldandi ráðningu eftir sumarið.

Í boði er faglegt starf í samstarfi við forstöðumann, teymisstjóra og aðra starfsmenn. Leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins og laga þjónustuna að breytilegum þörfum og aðstæðum viðkomandi á hverjum tíma. Virða ber sjálfræði einstaklinga og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.

Unnið er á vöktum og starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hvetur og styður þjónustunotendur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
 • Leiðbeinir þjónustunotendum og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf varðandi heimilshald eftir því sem við á og þörf krefur.
 • Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda og aðstoðar þá varðandi félagslega og heilsufarslega þætti.

Hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun.
 • Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
 • Bílpróf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og starfsmannafélags Reykjavíkur

Starfshlutfall: 0%
Umsóknarfrestur: 1.4.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elva Ösp Ólafsdóttir í síma og tölvupósti .

Velferðarsvið
Gylfaflöt 5
112 Reykjavík