Sumarstarfsmenn á heimili á Sogavegi

 • Reykjavíkurborg
 • Ísland
 • 22/03/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Íbúðakjarni Austurbrún

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir hæfu og kraftmiklu starfsfólki á heimili fyrir ungan einstakling með fjölþættan vanda og alvarlega hegðunaröskun.

Starfshlutfall er 80% - 100% í vaktavinnu. Um sumarstörf er að ræða.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Birgir Freyr Birgisson í síma 821-4600 og tölvupósti birgir.freyr.birgisson@reykjavik.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
 • Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
 • Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa.
 • Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns og deildastjóra

Hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun.
 • Félagsliðamenntun eða sambærileg menntun kostur.
 • Reynsla af starfi með fólki með hegðunarröskun mikill kostur.
 • Íslenskukunnátta.
 • Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
 • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni.
 • Góð hæfni í að hella upp á góðan kaffibolla.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 1.4.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Freyr Birgisson í síma 8214600 og tölvupósti birgir.freyr.birgisson@reykjavik.is.

Sogavegur