Stuðningsfulltrúi 3 á heimili fyrir börn Móvaði

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 12/03/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Heimili fyrir börn Móvað 9

Óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa 3 í sértækt húsnæðisúrræði fyrir börn í Móvaði. Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Um vaktavinnu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stuðningur, hvatning og aðstoð við þjónustunotendur til félagslegrar virkni og sjálfshjálpar.
 • Tekur þátt í teymisvinnu
 • Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa.
 • Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns.

Hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun
 • Íslenskukunnátta
 • Reynsla af starfi með fötluðum börnum og ungmennum æskileg.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
 • Frumkvæði, skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð í vinnubrögð.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 35%
Umsóknarfrestur: 20.3.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Björk Sigfúsdóttir í síma og tölvupósti .

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
Hraunbæ 115
110 Reykjavík