Fullt starf

Læknakandídatar - Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akranesi og Heilsugæslan um land allt

Landspítali
Landspítali
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Auglýst eru störf læknakandídata á Íslandi. Um er að ræða starfsnám, sbr. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi, nr. 467/2015, 4. gr.

Upphaf ráðningar miðast við 11. júní 2018 og hefst starf á klínískum deildum 18. júní eða eftir samkomulagi. Markmiðið er að veita hnitmiðaða þjálfun og leiðsögn, samkvæmt marklýsingu á viðurkenndri heilbrigðisstofnun, þannig að kandídatinn öðlist reynslu og færni til að geta starfað fagmannlega sem öruggur læknir. Starfsnámið fer fram undir ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga á viðkomandi stofnun.

Til þess að kandídat í læknisfræði geti fengið lækningaleyfi, skal hann að prófi loknu hafa unnið klínískt starf sem kandídat í samtals 12 mánuði á viðurkenndum heilbrigðisstofnunum. Þar af skal hann starfa a.m.k. 4 mánuði á lyflækningadeild, 2 mánuði á skurðlækningadeild og/eða bráðadeild og 4 mánuði á heilsugæslustöð. Tveir mánuðir teljast sem tímabil utan skyldumánaða og geta kandídatar komið með óskir vegna þess.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Almenn kandídatsstörf og vaktir eftir því sem við á
» Læknakandídatar starfa á ábyrgð yfirlæknis og undir leiðsögn sérfræðilækna
 
Hæfnikröfur
» Próf í læknisfræði frá viðurkenndum háskóla
» Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
» Gott vald á íslenskri tungu
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Sérstök mats- og hæfisnefnd metur hvaða stofnanir og svið/deildir geta tekið á móti kandídötum. Nefnd um niðurröðun á kandídatsár gerir tillögu að blokkarskipulagi en ráðningavald er í höndum hverrar stofnunar fyrir sig.

Varðandi umsóknir um kandídatsár á Íslandi:
Umsækjendur sendi rafræna umsókn með lágmarksupplýsingum, en vísi að öðru leyti í póstlögð skjöl.
Umsóknum fylgi eftirtalin skjöl sem skulu öll sendast í bréfpósti (ekki rafrænt) til nefndar um skipulag námsblokka læknakandídata, b.t. Sigrúnar Ingimarsdóttur, menntadeild, Landspítala, Ármúla 1a, 108 Reykjavík:

a) Ferilskrá með upplýsingum um menntun, starfsreynslu, vísindastörf og annað sem umsækjandi telur að skipti máli.

b) Frumrit eða staðfest afrit af einkunnum.
(Óskað er eftir bæði BSc- og kandídatseinkunnum ef boðið er upp á slíkt, eins og t.d. í Háskóla Íslands)

c) Staðfesting á læknaprófi eða áætluðum námslokum.
(Fyrir nema í HÍ þá fást frumrit af BSc- og kandídatseinkunnum hjá þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Óskið sérstaklega eftir að staðfesting á áætluðum námslokum komi þar fram.)

d) Meðmæli frá a.m.k. tveimur meðmælendum sem þekkja vel til nema í starfi (eða námi).
Sendist beint í tölvupósti (sigruni@landspitali.is) eða bréfpósti til nefndar um skipulag námsblokka læknakandídata (sjá ofar).
Staðlaða spurningalista er að finna á eftirfarandi slóðum:
http://www.landspitali.is/medmaelikandidata
http://www.landspitali.is/medmaelikandidata/enska
http://www.landspitali.is/medmaelikandidata/danska

e) Fylgiskjal með umsókn um kandídatsár á Íslandi 2018-2019. Sjá fylgiskjal hér fyrir neðan. Í skjalinu komi m.a. fram óskir um námsstofnun, námsblokkir, heilsugæsluhluta og tímabil utan skyldumánaða.

f) Ljósrit af bls. 1 og 3 í fylgiskjali með umsókn um kandídatsár á Íslandi, þar sem þessi blöð verða send áfram til kennslustjóra heilsugæslunnar.

Athugið: Aðeins er hægt að skipta sjúkrahúshluta kandídatsársins á milli tveggja stofnana. Þeir sem óska eftir því sendi tvö sett af öllum umsóknargögnum. Nóg er að senda eitt sett með frumritum og ljósrit af hinu settinu.

Nánari upplýsingar veita:
Hannes Petersen (SAk) - hp1108@sak.is - 463 0100
Sigrún Ingimarsdóttir (LSH) - sigruni@landspitali.is - 543 1475
Sigríður Ýr Jensdóttir (Hg) - sigridur.yr.jensdottir@heilsugaeslan.is - 585 2600
Þórir Bergmundsson (HVE) - thorir.bergmundsson@hve.is - 432 1000
 
Fylgiskjal með umsókn um kandídatsár á Íslandi 2018-2019
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Sigrún Ingimarsdóttir - sigruni@landspitali.is - 543 1475

LSH Menntadeild
Ármúla 1a
108 Reykjavík
Læknakandídatar - Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akranesi og Heilsugæslan um land allt
Landspítali