Fullt starf

Námsstöður deildarlækna í geðlækningum við Landspítala

Landspítali
Landspítali
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Við bjóðum lækna velkomna í starfsnám á geðsviði Landspítala. Í boði er skipulagt sérnám í geðlækningum sem hlaut í sumar opinbera viðurkenningu samkvæmt nýrri reglugerð. Námstími til sérfræðiréttinda er 5 ár. Sérnámslæknar geta valið að ljúka sérnáminu hér á landi eða taka það að hluta til erlendis. Námið nýtist einnig sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði, s.s. barna- og unglingageðlækningum, heimilis-, endurhæfingar- og öldrunarlækningum.
 
Störfin eru veitt til allt að 2ja ára frá 1. október 2017 eða eftir samkomulagi. Einnig er möguleiki er á styttri ráðningum í 4-12 mánuði fyrir almenna lækna og lækna í öðrum sérgreinum frá sama tíma eða eftir samkomulagi.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Þjálfun í geðlækningum með þátttöku í klínísku starfi og klínískri handleiðslu á deildum geðsviðs
» Þátttaka í kennslu- og fræðsludagskrá námslækna tvo virka daga í mánuði
» Þátttaka í reglubundinni handleiðslu og þjálfun í samtalsmeðferð, m.a. í hugrænni atferlismeðferð, psychodynamiskri meðferð og áhugahvetjandi samtölum
» Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum
 
Framgangur í sérnáminu er metinn reglulega af handleiðara og árlega af kennsluráði geðsviðs.
Allir handleiðarar hafa lokið námskeiði í endurgjöf og handleiðslu á vegum Royal College of Physicians.
 
Hæfnikröfur
» Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
» Hæfni til að starfa í teymi
» Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
» Vilji til þátttöku í áframhaldandi þróun sérnámsins
» Almennt lækningaleyfi
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum.

Umsjón með framhaldsmenntun námslækna á geðsviði hefur Nanna Briem, yfirlæknir, nannabri@landspitali.is.
 
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.09.2017
 
Nánari upplýsingar veita
Engilbert Sigurðsson - engilbs@landspitali.is - 543 1000
Nanna Briem - nannabri@landspitali.is - 543 1000

LSH Skrifstofa geðsviðs
Hringbraut
101 Reykjavík
 
Námsstöður deildarlækna í geðlækningum við Landspítala
Landspítali