Fullt starf

Hjúkrunarfræðingur – Spennandi og lærdómsríkt starf á bráða- og göngudeild

Landspítali
Landspítali
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Vegna aukinna umsvifa á bráða- og göngudeild G3 Landspítala viljum við fjölga í öflugum starfsmannahópi um 2 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Á deildinni fer fram móttaka og hjúkrun sjúklinga á öllum aldri vegna og slysa og sjúkdóma.
 
Á deildinni starfa um 45 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Deildin er opin alla daga ársins frá kl. 8:00-23:30. Unnið er á tvískiptum vöktum. Auk þess mun hjúkrunarfræðingur sinna þessum sjúklingahópi á næturnar með viðveru á bráðadeild G2. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði.
 
Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra.
 
 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
» Skráning hjúkrunar í samræmi við reglur Landspítala
» Fylgjast með nýjungum á sviði hjúkrunar
» Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
 
Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður
» Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
» Starfsreynsla æskileg
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð íslenskukunnátta
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Störfin eru laus 1. október 2017 eða eftir samkomulagi.  Umsóknum fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 70 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.09.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Guðjónsdóttir - bryngud@landspitali.is - 825 3777
Bára Benediktsdóttir - baraben@landspitali.is - 824 5909

LSH Bráða- og göngudeild
Fossvogi
108 Reykjavík
Hjúkrunarfræðingur – Spennandi og lærdómsríkt starf á bráða- og göngudeild
Landspítali