Fullt starf

Heilsuleikskólinn Kór, Kópavogi

Skólar
col-wide   

Starfslýsing:

Á Heilsuleikskólanum Kór er lögð áherslu á faglegt og
metnaðarfullt starf með börnunum. Starfsmannahópurinn
okkar einkennist af eldmóð, samvinnu og lausnaleit.

Lausar stöður eru:
• Deildarstjóra 100% starf
• Leikskólakennara, þroskaþjálfa og/eða uppeldismenntuðum
starfsmanni til að sinna stuðningi í
100% starf eða hlutastarf
• Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum
starfsmanni í 100% starf eða hlutastarf

Heilsuleikskólinn Kór er sex deilda heilsuleikskóli með
um 120 börn. Leikskólinn starfar eftir Heilsustefnunni og
viðmiðum Heilsueflandi leikskóla og leggur ríka áherslu
á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag
þar sem samvinna og gleði ríkir. Skólinn fylgir
sameiginlegum matseðli í takti við Næringarstefnu Skóla
ehf. sem hlaut tilnefningu til Orðsporsins 2014 og Fjöreggs
NMÍ 2015. Framundan eru ýmis spennandi tækifæri fyrir
áhugasamt fólk í tengslum við þróunarverkefni o.fl.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veitir Bjarney K. Hlöðversdóttir
skólastjóri, á kor@skolar.is og/eða í síma 570-4940.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðunni okkar
http://skolar.is/Starf/
Heilsuleikskólinn Kór, Kópavogi
Skólar