Fullt starf

Starf á rannsóknarstofu í taugalífeðlisfræði

Landspítalinn
Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Starf á rannsóknarstofu í taugalífeðlisfræði
Leitum að áhugasömum starfsmanni til afleysinga í eitt ár á rannsóknastofu í taugalífeðlisfræði á Landspítala Fossvogi. Við viljum ráða sjálfstæðan, skipulagðan einstakling með góða tölvukunnáttu.

Rannsóknastofa í taugalífeðlisfræði heyrir undir lyflækningasvið. Á einingunni starfa 7 manns í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við starfsmenn taugalækningardeildar.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Taugalífeðlisfræðilegar rannsóknir á sjúklingum, sem felst í töku heilarita, vöðva-, tauga- og hrifrita
» Þátttaka í öðrum verkefnum á rannsóknarstofu eftir nánari ákvörðun stjórnanda
 
Hæfnikröfur
» Líffræðingur, lífeindafræðingur er æskilegt en önnur háskólamenntun kemur til greina
» Góð tölvukunnátta
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Lipurð í mannlegum samskiptum
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Unnið er í dagvinnu. Starfið er laust 15. júlí 2017 eða eftir samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum (starfsleyfi ef við á).

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.07.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Elías Ólafsson - eliasol@landspitali.is - 543 1000
Katrín Einarsdóttir - keinars@landspitali.is - 543 4010

LSH Rannsóknastofa í taugalífeðlisfræði
Fossvogi
108 Reykjavík

Starf:

Rannsóknir og vísindi: Ýmis störf í rannsóknar og þróunarvinnu
Starf á rannsóknarstofu í taugalífeðlisfræði
Landspítalinn