Fullt starf

Rekstrarstjóri fasteigna

Landspítalinn
Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:


Rekstrarstjóri fasteigna
Fasteignadeild auglýsir laust til umsóknar starf rekstrarstjóra fasteigna í Fossvogs umdæmi Landspítala frá 1. september 2017 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða krefjandi starf í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi við rekstur og viðhald bygginga spítalans í umdæmi sem telur um 60.000 m2.


Rekstrarstjóri fasteigna er yfirmaður teymis iðnaðarmanna á fasteignadeild Landspítala og ber ábyrgð á daglegum rekstri einingar í samræmi við stefnu og gildi Landspítala. Leitast er eftir kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi með reynslu af stjórnun á sviði viðhaldsframkvæmda og brennandi áhuga á að byggja upp sterka liðsheild á fasteignadeild.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Umsjón með viðhaldi og endurbótum fasteigna og stjórnun iðnaðarmanna
» Gerð viðhaldsáætlana, stýring framkvæmda og eftirlit
» Samskipti og þjónusta við notendur húsnæðis og þjónustuaðila spítalans
 
Hæfnikröfur
» Meistararéttindi á byggingarsviði eða önnur haldgóð menntun sem nýtist í starfið
» Framhaldsmenntun á háskólastigi æskileg
» Þekking og/ eða reynsla á byggingarframkvæmdum
» Þjónustulund, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
» Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.07.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Aðalsteinn Pálsson - adalstei@landspitali.is – 824 5330
Viktor Ellertsson - viktore@landspitali.is – 543 1517

LSH Umsjón H
Hringbraut
101 Reykjavík
 
 

Starf:

Stjórnun og stefnumótun: Ýmis störf tengd stjórnun og stefnumótun
Fasteignir: Fasteignalög, Ýmis störf tengd fasteignum, Eignaeftirlit og viðhald
Rekstrarstjóri fasteigna
Landspítalinn