Fullt starf

Félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeildir Landspítala

Landspítalinn
Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Félagsráðgjöf óskar eftir félagsráðgjafa í fullt starf á öldrunarlækningadeildir Landspítala. Meginverkefnið er að veita öldruðum og aðstandendum stuðning og ráðgjöf vegna breyttra aðstæðna. Starfsstöð verður á Landakoti. Félagsráðgjafar starfa í samræmi við lög um félagsráðgjöf nr. 95/1990 og önnur þau lög sem starfssviðinu tilheyra.
 
Við viljum ráða einstakling sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af málaflokknum. Við félagsráðgjöf starfa um 50 félagsráðgjafar í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans. Lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu, fjölskyldumiðaða nálgun og gagnreynd vinnubrögð. Starfið  er laust 1. júní 2017 eða eftir samkomulagi.
 
Helstu verkefni og ábyrgð

Veita öldruðum og aðstandendum stuðning og ráðgjöf vegna breyttra aðstæðna. Finna viðeigandi þjónustuúrræði. Samskipti og samráð við aðra þjónustuaðila. Vinna við færni- og heilsumat. Úrvinnsla tölfræðilegra gagna, uppfærsla biðlista og heildræn upplýsingagjöf.
 
Hæfnikröfur
» Víðtæk þekking og reynsla af málaflokknum
» Framúrskarandi samskiptahæfni eru skilyrði
» Félagsráðgjafamenntun og starfsréttindi í félagsráðgjöf


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.05.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Anna Rós Jóhannesdóttir - annajoh@landspitali.is - 543 4082 og 825 3748
Margrét Albertsdóttir - margalb@landspitali.is – 825 9323
LSH Félagsráðgjöf
Hringbraut
101 Reykjavík
 
Félagsráðgjafi á öldrunarlækningadeildir Landspítala
Landspítalinn