Fullt starf

Hjúkrunarfræðingur – Fjölbreytt starf á dagdeild barna 23E

Landspítalinn
Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á dagdeild barna 23E á Barnaspítala Hringsins, frá 15. ágúst 2017. Á dagdeildinni er veitt sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta fyrir breiðan skjólstæðingahóp barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra.
 
Unnið er virka daga og er deildin opin frá kl. 07-16. Boðið er upp á góða starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi.
 
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
Hjúkrunarfræðingar á dagdeild sinna börnum sem þurfa að fara í aðgerðir, ýmiskonar rannsóknir og lyfjagjafir ásamt eftirfylgni, sem ekki krefjast lengri innlagna.
Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.
 
Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður í starfi og áhugi á barnahjúkrun
» A.m.k. 2ja ára starfsreynsla
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Góð samstarfs- og samskiptahæfni og jákvætt viðmót
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 29.05.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir - johahjor@landspitali.is - 863 6250
LSH Dagdeild BH
Hringbraut
101 Reykjavík
Hjúkrunarfræðingur – Fjölbreytt starf á dagdeild barna 23E
Landspítalinn