Fullt starf

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður skilunardeild

Landspítalinn
Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:


Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast til starfa á skilunardeild LSH við Hringbraut. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt, krefjandi verkefni. Um er að ræða fullt dagvinnustarf og er starfið er laust 1. júní 2017 eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi við krefjandi verkefni. Deildin sinnir einstaklingum með langvarandi eða tímabundna nýrnabilun. Er þar um að ræða blóð- og kviðskilun. Við tökum vel á móti nýju fólki. Áhugasömum er velkomið að kíkja í heimsókn á deildina, hafið samband við Margréti deildarstjóra.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Almenn og sérhæfð störf á deild s.s. símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangi gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi LSH
» Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður er jafnframt aðstoðarmaður hjúkrunardeildarstjóra


Hæfnikröfur
» Góð hæfni í mannlegum samskiptum
» Tölvufærni
» Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
» Heilbrigðisritaranám, stúdentspróf eða annað sambærilegt nám
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.05.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Margrét Ásgeirsdóttir - margas@landspitali.is - 824 6099
Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir - thoring@landspitali.is - 824 5480
LSH Skilunardeild
Hringbraut
101 Reykjavík
 
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður skilunardeild
Landspítalinn