Hlutastarf

Sérfræðingur í gjörgæslu- eða bráðahjúkrun

Landspítalinn
Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

col-wide   

Starfslýsing:

Menntadeild Landspítala óskar eftir að ráða sérfræðing í gjörgæslu- eða bráðahjúkrun til að sinna uppbyggingu og skipulagningu á kennslu. Einnig felur starfið í sér rannsóknar- og þróunarvinnu í tengslum við færni- og hermiþjálfun.
 
Við viljum ráða einstakling sem hefur reynslu af kennslu og færni í að miðla þekkingu. Á menntadeild starfa 18 manns í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu sérfræðings á Landspítala
» Uppbygging og þróun færni- og hermikennslu
» Samþætting fjölbreyttra kennsluaðferða
» Rannsóknarvinna á sviði náms og kennslu
» Innleiðing verkferla
» Ráðgjöf varðandi þjálfun í bráðatilvikum
 
Hæfnikröfur
» Meistarapróf í hjúkrunarfræði að lágmarki
» Sérfræðileyfi í samræmi við reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun
» A.m.k. 5 ára reynsla í starfi að loknu sérfræðingsnámi í hjúkrun
» Reynsla af þróunar- og vísindastörfum
» Góð þekking á upplýsingatækni og nýtingu hennar við kennslu
» Leiðtoga- og samstarfshæfileikar
» Reynsla hermikennslu og kennslu á háskólastigi
» Færni í miðlun þekkingar
» Réttindi til kennslu á námskeiðum European Resuscitation Council
 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf um framtíðarsýn umsækjanda um starfið.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Umsóknir verða sendar stöðunefnd hjúkrunarráðs Landspítala.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 40 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 29.05.2017
 
Nánari upplýsingar veitir
Hrund Scheving Thorsteinsson - hrundsch@Landspitali.is – 824 5299
LSH Menntadeild
Ármúla 1a
108 Reykjavík
Sérfræðingur í gjörgæslu- eða bráðahjúkrun
Landspítalinn