Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

Fjölbreytt og líflegt starf í flutningaþjónustu Landspítala

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starfslýsing:

Óskum eftir fleiri góðum samstarfsmönnum í samhentan hóp starfsmanna í flutningaþjónustu Landspítala. Um er að ræða dagvinnustörf virka daga með vinnutímann 8:00-16:00. Frí um helgar og rauða daga. Æskilegt er að u.þ.b. einu sinni til þrisvar í viku geti starfsmenn unnið áfram til kl. 18:00. Starfið felst í ýmsum léttum flutningum innan veggja spítalans við Hringbraut og í Fossvogi, aðallega flutningum á sjúklingum milli deilda, sýnaflutningum, blóðflutningum, póstflutningum o.þ.h. Í Fossvogi er sótthreinsun og uppábúningur rúma einnig hluti af starfinu. 

Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt og nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu og æskilegt er að hafa bílpróf. 

Helstu verkefni og ábyrgð 
» Flutningur á sjúklingum milli deilda
» Flutningur á sýnum, pósti, hraðsendingum, blóðeiningum o.fl.
» Móttaka flutningsbeiðna og útdeiling verkefna
» Sótthreinsun og uppábúningur rúma
» Önnur tilfallandi verkefni 

Hæfnikröfur 
» Hæfni í mannlegum samskiptum
» Mikil þjónustulund
» Góð íslenskukunnátta
» Samviskusemi í störfum og mætingum
» Bílpróf æskilegt 

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Um er að ræða 4 stöðugildi. Störfin eru laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2017 

Nánari upplýsingar veitir 
Gylfi Skarphéðinsson - gylfis@landspitali.is - 825 3855 

LSH Flutningar H
Hringbraut - 101 Reykjavík
Fyrirvari / Disclaimer
http://www.landspitali.is/disclaimer/