Landspítalinn
Reykjavík, Rvk og nágrenni, Ísland

Um fyrirtækið

MANNAUÐSSVIÐ LANDSPÍTALA - STARFSMANNASTUÐNINGUR OG RÁÐGJÖF

col-narrow-left   
col-narrow-right   
col-wide   

Starf:

Mannauður: Ýmislegt tengt mannauði

Starfslýsing:

Mannauðssvið Landspítala óskar eftir að ráða sérfræðing til að sinna ráðgjöf, stuðningi og handleiðslu fyrir stjórnendur og starfsmenn spítalans, auk þess að annast verkefnastjórnun á sviði stjórnendaeflingar. Sérfræðingurinn tilheyrir mannauðssviði og verður þátttakandi í stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítala en starfsheiti og verkefnaáherslur verða í samræmi við bakgrunn. 

Við viljum ráða einstakling sem hefur mikla færni í ráðgjöf og leiðsögn, er lausnamiðaður og hvetjandi og sem brennur af áhuga fyrir eflingu einstaklinga, teymisvinnu og jákvæðum úrlausnum mála. Reynsla af þjálfun stjórnenda er æskileg og reynsla af úrvinnslu erfiðra samskiptamála og eineltismála er einnig mikill kostur. Á mannauðssviði Landspítala starfa tæplega 20 starfsmenn í þremur teymum, mönnunarteymi, kjaraþróunarteymi og heilsuteymi. 

Helstu verkefni og ábyrgð 
» Ráðgjöf og stuðningur við einstaklinga og teymi 
» Þátttaka í stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítala, í samræmi við færni og bakgrunn 
» Verkefnastjórnun teymismarkþjálfunar og annarrar stjórnendaeflingar 
» Önnur verkefni fyrir framkvæmdastjóra mannauðssviðs 

Hæfnikröfur 
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
» Reynsla af stuðningsvinnu, handleiðslu og/ eða úrvinnslu samskiptamála á vinnustöðum 
» Reynsla af þjálfun stjórnenda og/ eða handleiðslu 
» Örugg framkoma, gott orðspor og færni í mannlegum samskiptum 
» Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt 

Frekari upplýsingar um starfið         
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. 

Starfshlutfall er 100% 
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2017 

Nánari upplýsingar veitir 
Ásta Bjarnadóttir - astabjarna@landspitali.is - 543 1330

LSH Skrifstofa mannauðssviða 
Eiríksgötu 5 
101 Reykjavík
Fyrirvari / Disclaimer
http://www.landspitali.is/disclaimer/